Þjónusta okkar
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustupakka sem henta þínum þörfum.
Veldu stærð bílsins þíns hér fyrir neðan til að sjá verðskrá sem hentar þér. Verð og þjónustuframboð er mismunandi eftir stærð og gerð bíla.
Stök þjónusta
Yaris, GolfHraðþrif
Fullkomið fyrir þá sem vilja fljótlegt en vandað þrif. Bíllinn er handþveginn að utan og fær léttan gljáa með hraðbóni. Tilvalið fyrir reglulegt viðhald á bílnum.
- Tjöruhreinsun
- Felgu og dekkjaþrif
- Prewash sápa
Utanþrif og bón
Ítarleg meðhöndlun á ytra byrði bílsins. Við fjarlægjum tjöru, þvoum bílinn vandlega og berum á hann handbón sem gefur langvarandi vernd og glansandi áferð.
- Tjöruhreinsun
- Felgu og dekkjaþrif
- Prewash sápa
Innréttingardetail
Djúphreinsun á innréttingu bílsins. Við hreinsum sæti, mottur og innréttingu vandlega, meðhöndlum leður og setjum næringu á innréttinguna. Fullkomin lausn fyrir þá sem vilja endurnýja innra rými bílsins.
- Háþrýstiblástur
- Mottur þrifnar og næring
- Ryksugun
Alþrif
Okkar vinsælasta þjónusta sem sameinar utanþrif, bón og ítarlega innréttingarhreinsun. Bíllinn fær algjöra yfirhalningu að innan sem utan og lítur út eins og nýr.
- Tjöruhreinsun
- Felgu og dekkjaþrif
- Prewash sápa
Mössun
Sérhæfð meðferð fyrir lakkið á bílnum þínum. Við fjarlægjum rispur og skemmdir úr lakkinu og gefum því fullkominn gljáa. Hægt að velja um mismunandi stig af mössun eftir ástandi lakksins.
- Alþrif
- Leirun á lakki
- Bíllinn massaður (hægt að velja um 1-4 step mössun)
Djúphreinsun
Sérhæfð þjónusta fyrir bíla sem þurfa mikla umhirðu. Við fjarlægjum erfiða bletti, ólykt og önnur vandamál sem krefjast sérstakrar meðhöndlunar.
- Ítarleg djúphreinsun
- Lyktareyðing
Gtechniq Ceramic Coat
Sérhæfð þjónusta sem gefur bílnum þínum langvarandi vernd gegn rispum, blettum og öðrum skemmdum. Við notum Gtechniq vörur sem eru meðal bestu á markaðnum og gefa bílnum þínum fullkomna vernd í allt að 5 ár.
- Alþrif á bílnum
- Leirun á lakki
- Fjarlæging á rispum
Klippikort
Alþrif
Utanþrif og bón
Hraðþvottur
Mánaðaráskrift
Alþrif mánaðarlega
Tryggðu þér reglulegt viðhald á hagstæðu verði með mánaðarlegri áskrift.
Sérsniðin þjónusta fyrir fyrirtæki
Ertu með bílaflota sem þarfnast umhirðu?
Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Hvort sem um er að ræða reglubundið viðhald á bílaflota, sérhæfð verkefni eða langtímasamning, þá finnum við lausn sem hentar þínum þörfum.